- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Íbúakönnun landshlutanna er nú farin af stað að nýju. Sem fyrr er tilgangurinn að kanna hug íbúa um ýmsa þætti tengda búsetu þeirra með það markmiði að afla gagna um stöðu byggðanna á landinu öllu í þeirri viðleitni að bæta lífs- og búsetuskilyrði á svæðunum. Niðurstöðurnar veita innsýn í stöðu íbúa á landsbyggðinni og geta nýst öllu svæðinu í heild sinni, sveitarfélögunum, fyrirtækjum og fræðimönnum svo eitthvað sé nefnt. Þær eru jafnframt góður grunnur til að nýta til frekar stefnumótunarvinnu til dæmis innan sveitarfélaga, landshlutasamtakanna og Byggðastofnunar. Nú þegar hafa niðurstöðurnar gefið þeim sem vinna að byggðaþróun t.d. á sveitarstjórnarstiginu mikilvægar upplýsingar um raunverulega stöðu í hinum ýmsu byggðum um land allt. Eldri kannanir má nálgast á mælaborði Byggðastofnunar sem sjá má hér.
Íbúakönnun landshlutanna er samstarfsverkefni landshlutasamtaka á landsbyggðinni og Byggðastofnunar og hefur verið framkvæmd á þriggja ára fresti frá árinu 2004. Þátttaka Suðurlands í könnuninni er jafnframt eitt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands fyrir árið 2023.
Vífill Karlsson, Ph.D. í hagfræði hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi hefur yfirumsjón með skipulagi og framkvæmd könnunarinnar.
Könnunin er ætluð öllum íbúum á Íslandi sem náð hafa 18 ára aldri. Við hvetjum alla íbúa til að taka þátt í könnuninni en hana er jafnframt hægt að nálgast á ensku og pólsku.
Könnunina má nálgast hér.
Survey in English (Press)
Ankieta w języku polskim (patrz tutaj).