Kæru þorrablótsnefndir í Rangárþingi eystra 2024

Við viljum vekja athygli ykkar á því að árið 2024 er svokallað Rímspillisár og vegna þess þá er breyting á því hvenær Þorri hefst.

Bóndadagur, upphaf Þorra, er því 26. janúar og Konudagurinn, upphaf Góu, er 25. febrúar. 

 

Samkvæmt röð þorrablóta núna árið 2023 þá myndi röðin líta svona út árið 2024:

27. janúar þorrablót Austur Landeyinga í Gunnarshólma

3. febrúar þorrablót Hvolhreppinga í Íþróttahúsinu á Hvolsvelli

10. febrúar þorrablót Austur Eyfellinga í Fossbúð

10. febrúar þorrablót Fljótshlíðinga 

17. febrúar þorrablót Vestur Landeyinga í Njálsbúð

24. febrúar þorrablót Vestur Eyfellinga á Heimalandi

 

Hér er hægt að lesa útskýringar á Rímspillisári á Vísindavefnum.