Kæru Sunnlendingar og nærsveitungar!

Þann 6. febrúar næstkomandi munu Sunnlendingar blóta Þorra að fornum sið.
Við munum streyma viðburðinum í bestu mögulega gæðum.

Dagskráin verður svo sannarlega ekki af verri endanum.
Ræðumaður
- Guðni Ágústsson

Veislustjórn
- Ólafía Hrönn Jónsdóttir
- Sóli Hólm

Tónlistarfólk
- Pétur Örn Guðmundsson
- Unnur Birna Bassadóttir
- Gleðigengið SS Kvartettinn
- Dísa Geirs
- Grétar í Áshól

Léttir annálar frá helstu þéttbýliskjörnum

Ásamt fjölda annarra skemmtiatriða sem betur verður gerð skil á næstu dögum.
- Uppistand
- Heimsklassa tónlistaratriði
- Minni karla og kvenna
- Íslensk dægurlög
- Fjöldasöngur
- Gömlu dansarnir
- Dansleikur.

Fyrst og fremst er það einhugur okkar allra sem að viðburðinum koma að hann muni vekja
gleði og kátínu með áhorfenda.

Streymi opnar kl:17:00
Músík kl:19:00
Viðburður hefst formlega kl:20:00

Miðaverði verður stillt í hóf 3900.
Hægt er að panta vænan þorrabakka frá SS á sudurlandblot@gmail.com

Sjá FB viðburð hér

Þorrakveðjur!
Hlökkum til að „sjá“ ykkur.