Nú er tími þorrablóta að renna í garð og Bóndadagurinn, fyrsti dagur Þorra, er föstudaginn 26. janúar.

Þorrablótin í sveitarfélaginu eru eftirfarandi:

Austur-Eyjafjallahreppur

Laugardaginn 27. janúar í félagsheimilinu Fossbúð.

Húsið opnar klukkan 20:00 og miðapantanir eru hjá Magga í Stóru Borg sími 893-9626, Palla á Eyri sími  894-0815, Snæbirni á Önundarhorni sími 894-2668, Andra í Skógum sími 857-6171 og Heiðu á Hvassafelli sími 487-8822 (861-3328).

Austur-Landeyjahreppur

Laugardaginn 27. janúar í félagsheimilinu Gunnarshólma.

Húsið opnar kl. 19:30 og blótið hefst stundvíslega kl. 20:00. Miðasala fór fram miðvikudaginn 17. janúar.

Hvolhreppur

Laugardaginn 3. febrúar í Íþróttahúsinu á Hvolsvelli.

Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Forsala miða er laugardaginn 27. janúar og almenn miðasala miðvikudaginn 31. janúar.

Fljótshlíðarhreppur

Laugardaginn 10. febrúar í félagsheimilinu Goðalandi. 

Miðasala laugardaginn, 3. febrúar í Goðalandi kl 13:00-15:00

Miðaverð er kr 10.000.

Vestur-Landeyjahreppur

Laugardaginn 17. febrúar í félagsheimilinu Njálsbúð.

Nánari upplýsingar síðar.

Vestur-Eyjafjallahreppur

Laugardaginn 24. febrúar í félagsheimilinu Heimalandi.

Nánari upplýsingar síðar.