- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Þorsteinn Ragnar Guðnason frá Guðnastöðum í Landeyjum varð Íslandsmeistari í Sparring -68 kg flokki en Sparring er bardagahluti Taekwondo. Þorsteinn var maður mótsins og félagið hans, Taekwondofélags Kópavogs, var félag mótsins.
Þorsteinn Ragnar var kosinn Íþróttamaður ársins í Rangárþingi eystra 2020 og hefur staðið sig gríðarlega vel í sinni íþrótt frá unga aldri. Sveitarfélagið óskar honum innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.