- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Kæru íbúar,
Eins og einhverjir hafa eflaust orðið varir við er Sorpstöðin að innleiða nýtt sorphirðudagatal og hefur það áhrif í dreifbýli. Við innleiðinguna hefur losun á pappír riðlast aðeins en allt verður komið í eðlilegt horf í maí.
Í nýrri útgáfu sorphirðudagatals hafa litir breyst lítillega sem og tíðni losunar á lífrænum úrgangi í dreifbýli. Dagatalið byggir á því að í dreifbýli verður pappír, plast og lífrænn úrgangur sóttur samtímis og sótt verður samtímis almennt sorp og lífrænn úrgangur. Er þetta gert til að draga úr akstri, m.a. til að lækka kolefnisspor, minnka álag á vegum og nýta tæki betur.
Áfram verður hver úrgangsflokkur sóttur á 6 vikna fresti í dreifbýli að undanskildum lífrænum úrgangi sem sóttur verður á 3 vikna fresti. Ef það reynist of langur tími fyrir lífrænan úrgang á ykkar heimili þá getið þið haft samband við Sorpstöð Rangárvallasýslu og fundin verður lausn.
Tíðni losunar verður óbreytt á Hellu og Hvolsvelli.
Með góðri kveðju
Starfsfólk Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.