- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í ljósi nýjustu gildandi sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana er ljóst að ekki verður hægt að halda þorrablót með hefðbundnum hætti að þessu sinni og er þorrablóti Hvolshrepps hins forna, sem halda átti í íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli laugardaginn 30. janúar 2021, því aflýst.
Þorrablótsnefndin er þó ekki af baki dottin enda undirbúningur þegar hafinn og mun nú skapast tækifæri til að gera enn betur árið 2022 með stífum æfingum í heilt ár til viðbótar. Mikill metnaður er í íbúum Gunnarsgerðis, Króktúns og Njálsgerðis og þar bíða íbúar spenntir eftir því að fá að láta ljós sitt skína á sviðinu þegar að því kemur.
Fyrir hönd nefndarinnar
Bragi Þór Hansson
Formaður