Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra 2022

Skipulags- og umhverfisnefnd Rangárþings eystra óskar eftir tillögum til Umhverfisverðlauna Rangárþings eystra 2022

Verðlaun verða veitt í eftirtöldum flokkum:

Umhverfisverðlaun árið 2022 fyrir garð.
Umhverfisverðlaun árið 2022 fyrir býli.
Umhverfisverðlaun árið 2022 fyrir stofnun / fyrirtæki

Miklu máli skiptir að íbúar sveitarfélagsins taki nú höndum saman og tilnefni þá sem skarað hafa fram úr í sveitarfélaginu við að fegra umhverfi sitt. Af þessu tilefni vill Rangárþing eystra einnig hvetja íbúa til að huga að og fegra sitt nærumhverfi.

Hægt er að skila inn tilnefningum í tölvupósti á netfangið hvolsvollur@hvolsvollur.is og hafa samband á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 488 4200 fyrir 5. ágúst nk.

Skipulags- og umhverfisnefnd Rangárþings eystra