- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Sunnudaginn 4. mars nk. heldur Skálholtskvartettinn tónleika í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð.
Skálholtskvartettinn skipa Jaap Schröder, fiðla, Rut Ingólfsdóttir, fiðla, Svava Bernharðsdóttir, víóla og Sigurður Halldórsson, selló. Kvartettinn hefur starfað saman síðan 1997 og kemur á hverju sumri fram á Sumartónleikum í Skálholti og hefur haldið tónleika víða í Evrópu.
Á efnisskránni verður m.a. hinn þekkti kvartett Dauðinn og stúlkan eftir F. Schubert.Tónleikarnir hefjast kl. 15.00 og verður boðið upp á kaffi í hlénu. Miðasala við innganginn, engin kort.