- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Jólin verða kvödd með góðum hætti í Rangárþingi eystra á þrettándanum en tvær þrettándabrennur og flugeldasýningar verða haldnar í sveitarfélaginu þann 6. janúar.
Í Fljótshlíð verður Álfadans, brenna og flugeldasýning við Goðaland og verður kveikt í brennunni klukkan 20:00. Álfar eru beðnir um að mæta klukkan 19:30. Eftir brennu verður heitt á könnunni í félagsheimilinu.
Við Seljalandsfoss heldur Ungmennafélagið Trausti þrettándagleði með brennu og flugeldasýningu. Kveikt verður í brennunni klukkan 20:30. Heitt verður á könnunni eftir brennu í félagsheimilinu Heimalandi.
Á báðum stöðum er leyfilegt að mæta með stjörnuljós en gestir eru vinsamlegast beðnir um að skilja alla aðra skotelda eftir heima.