- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Rangárþing eystra hefur farið þess á leit við Vegagerðina að umferðaröryggi verði bætt á Hlíðarvegi. Gangandi vegfarendur eiga gjarnan leið yfir veginn sem og íbúar sem sækja vinnu við Ormsvöll en umferð um Hlíðarveg er oft mikil og hröð. Umferð skólabarna hefur einnig aukist mjög þar sem bæði er starfrækt rafíþróttadeild og félagsmiðstöð í húsnæði við Ormsvöll. Gert er ráð fyrir að þrjár gangbrautir og tvær hraðahindranir verði settar upp.
Vegagerðin hefur fengið Þorstein Jónsson til starfa við þessar framkvæmdir og hefur hann lagt línurnar um hvernig þeim verður hagað í vikunni.
Í dag, mánudag, verður byrjað á hraðahindrun við gatnamót Hlíðarvegar / Ormsvallar og munu þar verða einhverjar þrengingar á umferð á meðan, en þó opið. Einnig verður malbik sagað við gatnamót Hlíðarvegar og Vallarbrautar og þar má búast við lítilsháttar truflunum á umferð á meðan.
Á miðvikudag verður grafið fyrir lýsingu á gangbrautirnar og þá er von á truflunum og að annari akgreininni verði lokað á meðan.
Á fimmtudag hyggst Þorsteinn helluleggja ef frostlaust verður og þá mun þurfa að loka og notast við hjáleiðir um stund við fyrri hraðahindrunina.
Þessi framkvæmdaáætlun er birt með fyrirvara um breytingar. Beðist er velvirðingar á þeim truflunum og töfum sem þessar framkvæmdir kunna að hafa í för með sér.