- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Nú er komið að því að uppfæra borðkortið sem að kom síðast út árið 2018. Kortið er sett þannig upp að öðru megin er yfirlitsmynd af Rangárþingi eystra í heild og hinum megin er götukort af Hvolsvelli. Kortið teiknaði Ómar Smári Kristinsson og sér hann einnig um uppfærslu kortsins núna. Borðkortið hefur verið mjög vinsælt meðal bæði innlendra og erlendra ferðamanna og nú munum við hafa nýjustu uppfærsluna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Við leitum til íbúa og biðjum ykkur að skoða kortin og senda ábendingar og athugasemdir, ef einhverjar eru, á netfangið: arnylara@hvolsvollur.is.