- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Á þessum fordæmalausu tímum vegna COVID -19 faraldursins eru fjöldi fyrirtækja í óvissu með rekstur sinn. Stjórnvöld hafa kynnt ýmis úrræði til að reyna að koma til móts við fyrirtæki og einstaklinga á meðan á þessu ástandi stendur. Það er krefjandi að takast á við óvissutíma sem þessa og skiljanlega eru margir áhyggjufullir varðandi framhaldið.
Á vegum SASS starfa ráðgjafar sem eru til þjónustu reiðubúnir. Við hvetjum alla til að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna, hvort sem ykkur vantar aðstoð eða bara leyfa okkur að fylgjast með hver staðan er svo við getum miðlað sem bestum upplýsingum til stjórnvalda um stöðuna á Suðurlandi hverju sinni.
SASS taka saman helstu upplýsingar sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnar til fyrirtækja og stofnanna í tengslum við COVID-19 faraldurinn og uppfæra reglulega.