Rangárþing eystra óskar eftir tilboðum í : „Gatnagerð – Leikskólagata“

Verkið felur í sér gatnagerð í „Leikskólagötu“ á Hvolsvelli. Verktaki skal jarðvegsskipta götustæði samkvæmt kennisniðum, leggja styrktarlag og sjá um yfirborðsfrágang. Verktaki skal einnig leggja fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu og ýmist leggja eða aðstoða við lagningu annarra veitulagna. Einnig skal verktaki sjá um uppsetningu ljósastaura.

Helstu magntölur eru:

Gröftur 4000 m³

Styrktarlag og fylling í lagnaskurði 3300 m³

Fráveitulagnir 250 m

Ljósastaurar 14 stk

Hitaveitulagnir 250 m

Malbik 3400 m2

Grasþakning 550 m2

 

Verkinu skal að fullu lokið 1. júní 2023.

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með fimmtudeginum 7. desember 2022. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við undirritaðan með tölvupósti á netfangið ulfar@hvolsvollur.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.

Tilboðum skal skila til á skrifstofu Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvöllur fyrir kl. 11.00 fimmtudaginn 22. desember 2022 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

 

Guðmundur Úlfar Gíslason

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Rangárþings eystra