- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Nýlega var úthlutað úr íþrótta- og afrekssjóði Rangárþings eystra. Markmið sjóðsins er að veita einstöku íþrótta- og afreksfólki, sem keppa fyrir hönd íþróttafélags í Rangárþingi eystra, viðurkenningu og fjárstuðning til að auðvelda þeim æfingar og þátttöku í mikilvægum keppnum. Þrjú ungmenni fengu fjárstuðning að þessu sinni en það er Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd sem fer yfir umsóknir.
Birta Sigurborg Úlfarsdóttir fékk 20.000 krónur fyrir að stunda æfingar og keppni á knattspyrnu á Selfossi.
Ívar Ylur Birgisson fékk 40.000 krónur í styrk fyrir að vera í úrvalshópi KKI í körfubolta og einnig styrk til að stunda frjálsar íþróttir á Selfossi þar sem aðstaðan á Hvolsvelli er ekki fullnægjandi.
Katrín Eyland Gunnarsdóttir fékk 60.000 krónur í styrk fyrir að vera Íslandsmeistari í boðhlaupi í sínum aldursflokki og einnig styrk fyrir að stunda æfingar á Selfossi vegna aðstöðuleysis.
Við óskum þessum iðkendum til hamingju.
Umsóknarfrestur fyrir næstu úthlutun er 1. mars 2023
Ólafur Örn Oddsson
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi