Á 215. fundi Byggðarráðs Rangárþings eystra var dregið milli umsækjenda um úthlutun á 9 lóðum í öðrum hluta Hallgerðartúns.

Margir voru um hituna og áhuginn greinilega mikill á lóðum til bygginga. Um var að ræða, par-, rað- og einbýlishúsalóðir.

Fulltrúi Sýslumannsins á Suðurlandi, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, kom til fundar til að draga úr umsóknum um lóðina.  Nöfn umsækjenda hverra lóðar voru sett í ómerkt umslag og dró fulltrúi sýslumanns eitt nafn í senn af handahófi. 

Fyrir hverja lóð verða dregnir út fimm umsækjendur og eru því fjórir til vara, þiggi sá sem hlýtur úthlutun ekki lóðina. 

Hallgerðartún 30 úthlutað til: SG. eignir ehf.

Hallgerðartún 32 úthlutað til: Gummi Sig ehf.

Hallgerðartún 34 úthlutað til: Helga Gíslasonar.

Hallgerðartún 36 úthlutað til: Birtu Sigurborgar Úlfarsdóttur.

Hallgerðartún 38 úthlutað til: Spesían ehf.

Hallgerðartún 40 úthlutað til: BT mót ehf.

Hallgerðartún 42 úthlutað til: Birtu Sigurborgar Úlfarsdóttur.

Hallgerðartún 47 úthlutað til: Bugnir ehf.

Hallgerðartún 53 úthlutað til Birtu Sigurborgar Úlfarsdóttur.

 

Byggðarráð samþykkir ofantaldar lóðaúthlutanir.