- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Miðvikudaginn 26. maí tilkynnti Heilbrigðisráðherra um úthlutanir úr Framkvæmdasjóð aldraðra.
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvoll fékk 1.880.000 kr. úr sjóðnum að þessu sinni til endurnýjunar á brunakerfi í þeim hluta heimilisins er tekinn var í notkun árið 1989. Nauðsynlegt er að fara í þessa endurnýjun til að auka öryggi heimilismanna en skynjarar brunkakerfisins eru orðnir gamlir og m.a. farnir að gefa fölsk boð.
Framkvæmdasjóður aldraðra veitir fjármagn ár hvert til endurbóta og viðhaldsverkefna á hjúkrunarheimilum víðsvegar um landið.