- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Líkt og áður hefur komið fram í bókunum sveitarstjórnar sbr. yfirlýsingu frá 17. maí 2018 og bókun sveitarstjórnar frá 13. desember 2018, hefur verið unnið að því að gera heimkomu viðkomandi einstaklings mögulega, samkvæmt aðgerðaráætlun fagaðila sem lagt var upp með á vordögum 2018.
Mikil vinna hefur átt sér stað innan veggja Kirkjuhvols og hefur hún skilað þeim árangri að áætlað er að þann 1. september 2019, muni heimilið vera í stakk búið til að taka á móti viðkomandi og tryggja öryggi hans samhliða öryggi annarra íbúa. Áætlun þessi er þó háð því að það náist að ráða í þær stöður sem til þarf samkvæmt þarfagreiningu þar um og að fagaðilar telji heimilið hafa getu til að tryggja öryggi einstaklingsins. Nú þegar hefur verið auglýst eftir starfsfólki til að sjá um umönnunina. Beri auglýsingarnar árangur mun heimilið halda áfram undirbúningi komu einstaklingsins aftur á heimilið í samvinnu við aðra hlutaðeigandi aðila.