Vegvísir í ferðaþjónustunni kynningarfundur Hótel Hvolsvelli 3. nóvember 2015 klukkan 17:00

Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála og Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hafa kynnt nýja ferðamálastefnu og eru núna á ferð um landið til að kynna stefnuna. Þau verða með fund á Hótel Hvoslvelli 3. nóvember klukkan 17.00.

 Markverðustu nýjungar stefnunni eru að komið verður á fót stjórnstöð ferðamála til þess að styrkja undirstöðurnar. Með því er ætlunin að samhæfa aðgerðir þeirra fjölmörgu aðila sem koma að greininni. Stjórnstöðin mun starfa til ársloka 2020 og í stjórn hennar eru fjórir ráðherrar sem hafa með ferðamál að gera, fjórir fulltrúar ferðaþjónustunnar og tveir fulltrúar sveitarfélaga.

Hörður Þórhallsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stjórnstöðvar ferðamála. Hann mun hafa teymi með sér í þeim verkefnum sem framundan eru. Ákveðið var að horfa sérstaklega til forgangsverkefna næstu fimm ára, en þau snúa að því að leggja traustan grunn fyrir farsæla og sjálfbæra þróun ferða-þjónustunnar til framtíðar. Á næstu fimm árum verður fyrst og fremst lögð áhersla á verkefni sem stuðla að eftirfarandi þáttum:

Samhæfðri stýringu ferðamála
Jákvæðri upplifun ferðamanna
Áreiðanlegum gögnum
Náttúruvernd
Hæfni og gæðum
Aukinni arðsemi
Dreifingu ferðamanna

Sjá Vegvísir:  http://ferdamalastefna.is/