- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Ungmennaráð Rangárþings eystra stóð fyrir skemmtilegri fjölskyldu spurningarkeppni sl föstudagskvöld. Keppnin var haldin með Zoom fjarfundartækninni auk þess sem Kahoot! Spurningaforritið var notað. Þátttakan var mjög góð, alls voru 38 lið og hvert lið var skipað 1-3 þátttakendum. Ungmennin voru búin að safna að sér vinningum sem voru m.a. frá SS, Gallery Pizzu og Valdís og kunnum við þeim okkar bestu þakkir. Þessi viðburður heppnaðist mjög vel og er líklegt að framhald verði á þessu hjá þeim.
Ungmennráð Rangárþing eystra skipa: Oddur Helgi, Vala Saskía, Sóldís Birta, Kristrún Ósk, Sigurþór Árni og Heiðar Óli.