Upplifðu allt það besta sem sveitin hefur upp á að bjóða. 

Opið hús verður hjá ferðaþjónustubændum á Suðurlandi sunnudaginn 10. júní kl. 13:00 - 17:00.

Komdu og fáðu þér kaffisopa, skoðaðu nýja bæklinginn, spjallaðu við bændurna og upplifðu einstaka stemningu á bæjunum okkar. Nánari upplýsingar og listi yfir þá bæi á Suðurlandi sem bjóða heim má finna hér.

Ferðaþjónustuaðilar í Rangárþingi eystra sem bjóða ykkur velkomin í heimsókn eru: 

646 Drangshlíð undir Eyjafjöllum
648 Ásólfsskáli undir Eyjafjöllum
649 Stóra-Mörk undir Eyjafjöllum
651 Fagrahlíð í Fljótshlíð
654 Búðarhóll í Landeyjum
656 Vestri-Garðsauki við Hvolsvöll


Sjá nánar: http://www.sveit.is/baeir/opid_hus_10juni2012/sudurland