- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Ásahreppur vinna nú saman að heilsueflingu íbúa í sýslunni. Eitt af þeim verkefnum sem sveitarfélögin ætla að gera er greiningarvinna og átak til að innleiða heilsueflandi aðgerðir í sveitarfélögunum þremur.
Frá því í haust hefur starfshópur um innleiðingu Heilsueflandi Rangárvallasýslu unnið að verkefninu. Nú óskar starfshópurinn eftir hugmyndum frá íbúum að heilsueflandi verkefnum fyrir hvert sveitarfélag fyrir sig eða á sýsluvísu. Allar hugmyndir eru vel þegnar og munið að allar hugmyndir eiga rétt á sér.
Könnunin er ekki persónugreinanleg og netföng verða ekki tengd svörum þátttakenda sem berast í tövlupósti.
Vinsamlega sendið hugmyndir á netfangið heilsueflandi@hvolsvollur.is fyrir 20. október 2023 eða svarið stuttri könnun með því að smella á meðfylgjandi hlekk.
Nánari upplýsingar um heilsueflandi samfélag er hægt að finna á heimasíðum sveitarfélagana
Fyrir hönd verkefnisins Ólafur Örn, Ragnar, Nanna, Erla Sigríður, Bjarni og starfshópar Heilsueflandi samfélags í sýslunni.