- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í dag, þriðjudaginn 21. desember, verða truflanir á vatnsveitu í Austur Landeyjum vegna viðgerða. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Þessar truflanir og vatnsleysi sem komið hefur upp síðustu daga er vegna stórfelldrar skemmdar á stofnæð vatnsveitunnar sem átti sér stað sl. föstudag. Búið er að klára viðgerð á þeirri skemmd en nú er unnið að viðgerðum á æðunum í Austur Landeyjum sem veldur þessum truflunum. Því miður er ekki hægt að segja nákvæmlega hvenær því lýkur en viðgerðin mun standa eitthvað fram eftir degi.
Uppfært: Viðgerðum er lokið