- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Ljóst er að áhrif Covid-19 mun hafa veruleg áhrif á íbúa og atvinnulíf í sveitarfélaginu sem og landinu öllu. Ferðaþjónusta hefur verið ört vaxandi atvinnugrein í sveitarfélaginu undanfarin ár. Mikil óvissa ríkir innan greinarinnar um hve langvinn áhrifin verða en mikið tekjutap verður innan greinarinnar á meðan þetta ástand ríkir. Líklegt er að talsverður fjöldi missi vinnu sína eða þurfi að taka á sig skert vinnuhlutfall. Áhrifanna gætir víða í okkar samfélagi og mun því sveitarstjórn Rangárþings eystra veita kröftuga mótspyrnu og gera allt sem í hennar valdi stendur til að fleyta okkur áfram inn í bjartari tíma.
Eftirfarandi eru fyrstu aðgerðir sveitarstjórnar varðandi efnahagsleg viðbrögð við Covid-19:
Sveitarstjórn Rangárþings eystra felur skrifstofu- og fjármálastjóra heimild til fullnaðarafgreiðslu á ofangreindum málum.
Einungis er um allra fyrstu aðgerðir sveitarstjórnar að ræða. Unnið verður hörðum höndum að öðrum aðgerðum á komandi tímum til að styðja við og styrkja bæði íbúa og atvinnulíf.
Sveitarstjórn telur mikilvægt að á tímum sem þessum verði settur aukinn kraftur í umsvif sveitarfélagsins varðandi fjárfestingar og viðhaldsframkvæmdir. Sveitarfélagið okkar stendur vel fjárhagslega og er vel í stakk búið til þess að setja aukinn kraft í framkvæmdir og fjárfestingar til að sporna við samdrætti sem á sér stað á öðrum stöðum í atvinnulífinu. Því er það tillaga sveitarstjórnar að aukin þungi verði settur í eftirfarandi framkvæmdir sem nú þegar hafa verið áætlaðar á vegum sveitarfélagsins.
Þar á meðal eru eftirfarandi framkvæmdir:
Ekki er um tæmandi lista að ræða varðandi framkvæmdir sem settar verða í forgang né heldur tímaröð. Auk þess mun verða brugðist við þeim verkefnum sem upp koma hverju sinni með hagsmuni sveitarfélagsins og íbúa að leiðarljósi.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra vill einnig koma á framfæri þakklæti til íbúa sveitarfélagsins fyrir æðruleysi og samstöðu á þessum fordæmalausu tímum enda mikilvægt að á slíkum stundum standi allir þétt saman og vinni sem ein heild samfélaginu öllu til heilla.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra.