- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 3. ágúst er viðtal við Anton Kára Halldórsson, oddvita Rangárþings eystra, um sameiningarmál en viðræður standa yfir um sameiningu 5 sveitarfélaga milli Þjórsár og Skeiðarár. Anton Kári er formaður samstarfsnefndar um sameiningu þar sem sitja tveir fulltrúar úr hverri sveitarstjórn, auk framkvæmdastjóra sveitarfélaganna.
Kosið verður um sameiningu meðfram Alþingiskosningum þann 25. september nk.
Í viðtalinu segir Anton Kári m.a. að "Sameinað sveitarfélag á Suðurlandi yrði sterk eining með burði til að takast á við áskoranir í samfélagi, þar sem gerðar eru miklar og sívaxandi kröfur um þjónustu." Enn fremur segir Anton Kári að mikilvægast sé að íbúar kynni sér málin og taki upplýsta ákvörðun þegar gengið er til kosninga.
Upplýsingasíða um Sveitarfélagið Suðurland.