- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Hvað hefur verið gert?
Það er búið að brjóta niður vegg og græja og gera til þess að búa til skömmtunarlínu inni í eldhúsi. Það á bara eftir að færa drykkina frá þeim stað sem þeir eru núna og út í horn.
Afhverju var farið í þessar breytingar?
Flæðið í salnum var ekki nógu gott, börnin þurftu að ganga í gegnum röðina fram og til baka til að sækja sér drykki og til að skila diskunum sínum. Starfsfólkið í eldhúsinu þarf að hlaupa minna fram og til baka inn og út úr eldhúsinu.
Af hverju er öllum skammtað á diskinn?
Börnunum er skammtaður ráðlagður skammtur af mat á diskinn sinn og auðvitað er þeim velkomið að koma og fá meira að borða ef þau eru ennþá svöng. Stærsta ástæðan fyrir þessu er sú að við viljum minnka matarsóun og nýta afganga eins og hægt er. Ef börnin fá að skammta sér sjálf þá getum við ekki nýtt afgangana eins vel. Auðvitað væri það gott fyrir börnin að skammta sér sjálf en það eru kostir og gallar við allar útfærslur. Því miður þá getum við ekki ábyrgst það að allir séu búnir að þvo sér vel um hendurnar og spritta sig. Við viljum að börnin biðji okkur frekar um minna ef þau eru ekki mjög svöng og það hefur gengið mjög vel að mér finnst.
Afhverju ert þú að skammta sjálfur?
Núna er það þannig að sá sem eldar matinn fylgir matnum í skólann og skammtar þar. Þar fáum við allar ábendingar, kvartanir og hrós beint í æð og við sjáum betur hversu mikill matur borðast, hvaða mat þau borða best og hvað þarf að kynna betur fyrir þeim.
Það er líka stór kostur að núna getum við horft í augun á börnunum þegar við segjum gjörðu svo vel þegar við réttum þeim diskana og við fáum oftast takk fyrir til baka.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Braga Þór og Örnu Þöll tilbúin í mötuneytinu.