- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í viðtalinu ræðir Guðmundur, eða Mummi eins og hann er oftast kallaður, um hina gjöfulu sveit undir Eyjafjöllum og tækifærin sem liggja í ferðaþjónustu og landbúnaði í Rangárþingi eystra. Mummi og Jóhanna Þórhallsdóttir, konan hans, reka öfluga ferðaþjónustu í Skálakoti en eru samhliða því með stórt hrossa- og fjárbú og virkar það vel saman enda undirstöður atvinnulífsins í Rangárþingi eystra. Undir Eyjafjöllum vorar snemma, bændur eru farnir að huga að vorverkunum og eins og Mummi segir í viðtalinu "sveitin mín er í sérflokki." Mummi kemur einnig inn á það að ungt fólk sé að flytja að nokkru mæli heim í sveitina og styrkir það undirstöður dreifbýlisins.
Viðtalið má finna í Morgunblaðinu frá því laugardaginn 20. mars á bls. 18.