- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Ungmennaráð Rangárþings eystra auglýsir eftir ungu fólki á aldrinum 15-25 ára til starfa í ráðinu.
Við leitum að nýjum meðlimum til að vera í Ungmennaráði Rangárþings eystra.
Ef þú ert með sterkar skoðanir, góðar hugmyndir, jafnréttiskennd og hefur áhuga á að bæta okkar góða samfélag viljum við gjarnan fá þig.
Fundir eru að jafnaði einu sinni í mánuði og greitt er fyrir fundarsetu.
Í umsókninni þarf að koma fram nafn, aldur og stuttur texti um þig og hvers vegna þú hefur áhuga á þessu.
Umsóknarfrestur er til kl. 14:00 mánudaginn 12. september.
Umsóknir og nánari upplýsingar berist á netfangið olafurorn@hvolsvollur.is