- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í febrúar var haldin vísindavika í leikskólanum Örk á Hvolsvelli en þessi vika er orðin árlegur hluti af starfi leikskólans. Þar eru skemmtileg og fjölbreytt vísindi höfð þvert á aldur og njóta öll börnin sín í ýmsum tilraunum og athugunum. Dæmi um verkefni sem börnin gerðu tilraunir með var að búa til slím og sand, skoða hvernig rafmagn verður til með að nudda blöðru við leiðandi yfirborð eins og t.d. hár og athuga hvort hægt sé að nota matarlit til að lita grænmetisblöð.
Börnin eru himinlifandi með vikuna, sum fara alla leið og þurfa beint í bað þegar þau koma heim en önnur voru kannski aðeins passasamari.