- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Eins og flestir eru væntanlega með á hreinu þá er bolludagurinn í dag og vonandi hafa íbúar notið þess að gæða sér á gómsætum rjómabollum í tilefni dagsins.
Það vakti mikla lukku á skrifstofu sveitarfélagsins að Austurvegi 4 í morgun þegar þau Ásta Birna Einarsdóttir og Elías Árnason frá VISS vinnu- og hæfingarstöð á Hvolsvelli, komu færandi hendi með stóran bakka af bollum sem voru bakaðar hjá VISS í morgun. Bollurnar runnu ljúflega niður á kaffistofunni og færum við starfsfólki VISS kærar þakkir fyrir þessa góðu sendingu.