- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Búið er að ráða Gunnstein Sigurðsson sem deildarstjóra VISS á Hvolsvelli og hefur Gunnsteinn störf þann 15. desember n.k. Gunnsteinn er þroskaþjálfi og grundskólakennari að mennt og á að baki langa og farsæla reynslu að vinna með fötluðu fólki. Nú síðast vann hann hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga sem forstöðumaður Smiðjunnar.
Gert er ráð fyrir því að opna VISS á Hvolsvelli um áramót en VISS er vinnu- og endurhæfingarstöð þar sem unnið er markvisst að því að aðstoða fatlað fólk til atvinnuþátttöku, hæfingar og félagsþjálfunar og að styðja fólk í að vera virkir þátttakendur í eigin lífi. Starfsemin verður staðsett í gamla matsalnum á Kirkjuhvoli en þar er búið að vinna að endurbótum svo að vel fari um starfsemina. Dægradvöl eldri borgara verður einnig í salnum, eins og áður, og búið er að skipuleggja starfsemi beggja til að vel fari um alla.
Gunnsteinn er boðinn velkominn til starfa.