Fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar haldinn að Staðarbakka, þriðjudaginn 7. mars 2006 kl. 21:00.

Mættir: Kristinn Jónsson, Jens Jóhannsson og Eggert Pálsson.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


Þetta gerðist:

1 Umsögn um fjallskilareglugerð samkv. bréfi sveitarstjórnar frá 17. febrúar
2006. Óskað eftir umsögninni fyrir 10. mars 2006. Fjallskilanefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög fjallskilareglugerðar.


2 Fjallað var um gjaldskrá fyrir leitarmannahúsin. Samþykkt að ræða við
sveitarstjórn um það mál.

3. Gengið frá umsókn um 350.000 kr. styrk úr landbótasjóði. Einnig
samþykkt að sækja um 350.000 kr. til sveitarstjórnar. Einnig er í landbóta
og landnýtingaráætlun fyrir Fljótshlíðarafrétt gert ráð fyrir að bændur leggi
til vinnuframlag að verðmæti 350.000 kr.

4. Tekið fyrir tillaga að deiliskipulagi þjónustukjarna í Þórsmörk, greinargerð
og uppdrættir – frumdrög til yfirlestrar, unnið af Landform ehf.
Fjölmargar athugasemdir komu fram um tillöguna og fylgja þær fundargerð þessari.



Fleira ekki gert, fundi slitið.

Kristinn Jónsson
Eggert Pálsson
Jens Jóhannsson