168. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, föstudaginn 7. desember 2012 kl 12:00
 
Mætt:  Lilja Einarsdóttir, Guðlaug Ósk Svansdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Guðmundur Ólafsson, Elvar Eyvindsson, Birkir Tómasson, varamaður,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð og Haukur G. Kristjánsson, oddviti sem  setti fund og stjórnarði honum.
 
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
 
Dagskrá:
 
Erindi til sveitarstjórnar:
 
1. Fjárhagsáætlun Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Kirkjuhvols 2013.
 
Helstur niðurstöður:
 Tekjur:     Kr. 270.100.000
 Gjöld:      Kr. 265.500.000
 Rekstrarniðurstaða         Kr.     4.600.000
 
Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir, hjúkrunarforstjóri og Þórður Freyr Sigurðsson, ráðgjafi AÞS mættu á fundinn undir þessum lið.
 
Fjárhagsáætlun Kirkjuhvols samþykkt samhljóða.
 
2. Greinargerð um uppbyggingu Kirkjuhvols.
 Þórður Freyr Sigurðsson og Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir fóru yfir greinargerðina.
 
Sveitarstjórn samþykkir að senda umsókn til Framkvæmdasjóðs aldraðra og Velferðarráðuneytis  vegna uppbyggingar og endurnýjunar á Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Kirkjuhvols á forsendum þeirrar vinnu og greinargerðar sem unnin hefur verið af AÞS í samráði við hjúkrunarforstjóra Kirkjuhvols Ólöfu Guðbjörgu Eggertsdóttur.
Drögunum er jafnframt vísað til Velferðarnefndar Rangárþings eystra til umfjöllunar.
 
Bókunin samþykkt samhljóða.
 Þórður Freyr og Ólöf Guðbjörg viku af fundi kl. 13:25
 
3. Drög að rekstrarsamningi um Sögusetrið á Hvolsvelli.
 Sveitarstjórn samþykkir að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
 
4. Drög að samstarfssamningi milli Rangárþings eystra og Hugveitunnar samfélagslausna ehf.
 Samningurinn samþykktur samhljóða.
 
5. Meistaraflokkur KFR, bréf dags. 28.11.12  Um er að ræða erindi frá KFR þess efnis að fá að nefna knattspyrnuvöllinn á Hvolsvelli eftir styrktaraðila.                                   

Sveitarstjórn tók vel í erindið og óskar eftir kynningu á mögulegum samningum áður en af þeim verður.
 
6. Skógræktarfélag Rangæinga, bréf dags. 06.11.12, styrkumsókn, ásamt drögum að samningi.
 
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
 
7. Héraðsbókasafn Rangæinga, fundargerð 20.11.12, fjárhagsáætlanir og erindisbréf.
 
Helstu niðurstöður:
 Fjárhagsáætlun Héraðsbókasafns Rangæinga 2013, gjöld og tekjur kr. 18.472.000
 Fjárhagsáætlun Bókasafns V-Eyjafjalla 2013, gjöld og tekjur kr. 822.000
 
Fjárhagsáætlanir samþykktar samhljóða.
 
Gunnhildur Kristjánsdóttir, forstöðumaður Héraðsbókasafns Rangæinga ætlar að minnka starfshlutfall sitt úr 80% í 50% um næstu áramót.
 Stjórn Héraðsbókasafns Rangæinga leggur til við sveitarstjórn Rangárþings eystra að ráðinn verði starfsmaður í 50% stöðu og verði þá orðin tvö heil stöðugildi við bókasafnið.
 
Samþykkt að auka við stöðugildi á Héraðsbókasafninu um 20%, þannig að stöðugildi á safninu verði tvö. Ákvörðun sveitarstjórnar byggist á því að farið verði í skráningu og önnur verkefni sem þarf að vinna.
 
Lagt fram nýtt erindisbréf fyrir stjórn Héraðsbókasafn Rangæinga.
 Nýtt erindisbréf samþykkt.
 
 8. Drög að gjaldskrám fyrir árið 2013.
 
Gjaldskrá fyrir Leikskólann Örk.
 Gjaldskrá og reglur fyrir mötuneyti Hvolsskóla.
 Gjaldskrá Vatnsveitu Rangárþings eystra.
 Gjaldskrá sundlaugarinnar á Hvolsvelli.
 Gjaldskrá félagsheimila í Rangárþingi eystra.
 Gjaldskrá fyrir Skógaveitu.
 Gjaldskrá fyrir fjallaskála.
 Gjaldskrá fyrir fráveitugjald í Rangárþingi eystra.
 Reglur og gjaldskrá fyrir Skólaskjól Hvolsskóla.
 Gjaldskrá fyrir kattahald í þéttbýli Rangárþings eystra.
 Gjaldskrá fyrir hundahald í Rangárþingi eystra.
 Gjaldskrá fyrir sorphirðu- og sorpeyðingu í Rangárþingi eystra.
 
Gjaldskrár samþykktar samhljóða.
 
 

9. Breytingartillaga D-lista við fjárfestingaáætlun Rangárþings eystra 2013.
 
D-listi Sjálfstæðismanna leggur fram eftirfarandi breytingartillögur við fjárfestingaáætlun Rangárþings eystra 2013.
 
Þrátt fyrir að við höfum lagt aðrar áherslur á framkvæmdahraða við íþróttahúsið og sundlaugina leggjum við til að lokið verði við þær framkvæmdir sem hafnar eru.  Við leggjum hins vegar til að kostnaður við þjónustuhús tjaldsvæðis verði takmarkaður við 10 milljónir, leiktæki og opin svæði lækki niður í eina milljón, ráðhús verði frestað.  Samtals mundi þetta lækka lántökur um 17 milljónir.
 
Birkir Arnar Tómasson
 Elvar Eyvindsson

 
Tillagan borin upp og felld með 4 atkvæðum, tveir samþykkja tillöguna BAT og EE og einn situr hjá GÓ.
 
10. Fjárhagsáætlun 2013 og þriggja ára áætlun 2014-2016, síðari umræða.
 
Áætlaðar heildartekjur Rangárþings eystra (aðalsjóðs, A- og B hluta) nema alls1.200 m. kr. Heildarútgjöld án fjármagnsliða eru áætluð 1.136 m.kr. og þar af reiknaðar afskriftir 72,2 m.kr.  Veltufé frá rekstri 122,5 m.kr.  Niðurstaða fjármagnsliða er áætluð 40,7 m. kr.  Rekstrarniðurtaða jákvæð um kr. 22,2 m.kr.
 
Í eignfærða fjárfestingu verður varið   200,0 mkr.
 Afborgun lána        48,3 mkr.
 Tekin ný langtímalán     100,0 mkr.
 Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok   816,7 mkr.
 Eigið fé er áætlað í árslok             1.517,9 mkr.
 
Fjárhagsáætlun 2013 samþykkt með 4 atkvæðum, þrír sitja hjá BAT, EE og GÓ.
 Þriggja ára áætlun 2014-2016 samþykkt með 4 atkvæðum þrír sátu hjá BAT, EE og GÓ.
 
D listi Sjálfstæðismanna leggur fram eftirfarandi bókun.
 
Eins og fram kom í breytingartillögu okkar við fjárfestingaáætlun ársins 2013, viljum við draga úr fjárfestingum sem nemur um 17 milljónum.  Ekki er kostur á öðru en að ljúka við framkvæmdir við íþróttahúsið og sundlaugina, þar sem þær framkvæmdir eru komnar vel á veg.
 
Við munum á næsta ári hefja umræður um það hvort samstaða næst um að sveitarfélagið verði skuldlaust, eða því sem næst á næstu árum.  Við munum óska eftir því að gerð verði úttekt á því hve hratt raunhæft er að lækka skuldir og leggja fram tillögur í framhaldi af því.  Nú um stundir er staðan þannig að það ætti að vera mögulegt að lágmarka fjárfestingar í nokkur ár og þannig að búa í haginn fyrir komandi tíma.  Vextir og verðbætur nema nú um 50 milljónum króna árlega, en skuldleysi mundi þýða að á hverju ári væri hægt að fjárfesta fyrir nærri 150 milljónir án lántöku, eða gæfi möguleika á minni skattheimtu.  Við óskum eftir því við meirihlutann að hann skoði það með okkur að taka upp þessa stefnu.
 
Birkir Arnar Tómasson,  Elvar Eyvindsson

 

11. Deiliskipulag Ey 2, mál 336-2012.  Frestað á 114. fundi byggðarráðs 24.08.12
 Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi þriggja lóða í landi Eyjar 2 í Vestur-Landeyjum, þar sem Vatnsveita Vestur-Landeyja liggur um nyrstu byggingarlóðina mun framkvæmdaaðili færa lögnina á sinn kostnað í samvinnu við Vatnsveitu Rangárþings eystra.
 
Samþykkt samhljóða.
 
12. Tillaga vegna bílakaupa byggingarfulltrúa- og sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
 Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að kaupa bifreið fyrir embætti byggingarfulltrúa- og sviðsstjóra framkvæmdasviðs hæst að upphæð kr. 3.000.000,-
      
      Samþykkt samhljóða.
 
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.
 
1. 116. fundur byggðarráðs Rangárþings eystra dags. 30.11.12  Staðfest.
2. 3. fundur skipulags- og byggingarnefndar Rangárþings eystra 30.11.12

 
SKIPULAGSMÁL:


 S001-2012 Þórunúpur – auglýsing tillögu að deiliskipulagi
 Bókun nefndarinnar staðfest.
 S007-2012 Stóra-Mörk - umsögn um skógræktarsvæði
 Bókun nefndarinnar staðfest
 S004-2012 Fimmvörðuskáli – lýsing vegna deiliskipulags
 Bókun nefndarinnar staðfest
 S005-2012 Háspennustrengur til Vestmannaeyja - Framkvæmdaleyfi
 Bókun nefndarinnar staðfest
 S006-2012 Varnargarðar og efnistaka við Markarfljót - Framkvæmdaleyfi
 Bókun nefndarinnar staðfest
 S008-2012 Þórunúpur – Landskipti
 Bókun nefndarinnar staðfest
 
Bréf Skipulagsstofnunar
Byggðarráð vísar bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 9. nóv. 2012, til Skipulags- og byggingarnefndar. 

Minnisblað Skipulagstofnunar dags. 9. nóv. 2012.
 Í samræmi við ofangreindan dóm hefur Skipulagsstofnun farið yfir mál í Rangþingi eystra.  Í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar er lagt til að eftirtalin mál verði auglýst aftur óbreytt;
 Fagrahlíð, Staðarbakki, Sámsstaðir, Forsæti I, Skeið, Skeggjastaðir, Dægra, Eystra-Seljaland, Koltursey, Skarðshlíð, Langanes
 Bókun nefndarinnar staðfest
 
225-2011 Baldvinsskáli – samþykkt deiliskipulagstillögu
 Bókun nefndarinnar staðfest
 148-2010 Forsæti 2 – auglýsing tillögu að deiliskipulagi
 Bókun nefndarinnar staðfest
 204-2011 Moldnúpur auglýsing tillögu að deiliskipulagi
 Bókun nefndarinnar staðfest
 113-2010 Torfastaðir / Hlíðarbakki auglýsing tillögu að deiliskipulagi
 Bókun nefndarinnar staðfest
 
BYGGINGARMÁL:

 B005-2012 Þórunúpur – heimild til nýbyggingar
 Bókun nefndarinnar staðfest
 B006 – 2012 Heimatún 24, Múlakoti – bygging frístundahúss
 Bókun nefndarinnar staðfest
 
B007-2012 Ormsvöllur 17-19 – óverulegt útlitsbreyting
 Bókun nefndarinnar staðfest
 B008-2012 Vallarbraut 16 – stöðuleyfi íbúðargáma
 Bókun nefndarinnar staðfest
 B009-2012 Hellishólar – breyting húsnæðis
 Bókun nefndarinnar staðfest
 B010-2012 Eyvindamúli – stöðuleyfi vegna byggingar frístundahúss
 Bókun nefndarinnar staðfest
 B011-2012 Ljónshöfði – breyting húsnæðis
 Bókun nefndarinnar staðfest
 
ÖNNUR MÁL

ÞJÓÐLENDUR - stofna Fljótshlíðarafrétt, Hólatungur/Borgartungur, Merkurtungur, Þórsmörk, Goðaland, Stakkholt. 
Bókun nefndarinnar staðfest
 
Fundargerðir vegna samstarfs sveitarfélaga:
 
1. 462. fundur stjórnar SASS 29.11.12
2. Fundargerð 43. Aðalfundar SASS 18.  og 19. október 2012
 
Erindi til kynningar:
 
1. Fundargerð 801. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 23.11.12
2. Fornleifavernd ríkisins, Torfastaðir í Fljótshlíð- DSKL
 
Fleira ekki rætt fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 16:45
 
Haukur G. Kristjánsson
Lilja Einarsdóttir 
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Birkir Arnar Tómasson
Elvar Eyvindsson
Guðmundur Ólafsson
Ísólfur Gylfi Pálmason