Fundargerð

19. fundur í umhverfis- og náttúruverndarnefnd Rangárþings eystra, haldinn mánudaginn 13. ágúst 2018, kl. 16:00 á sveitarstjórnarskrifstofu Rangárþings eystra, Austurvegi 4, Hvolsvelli. 

Mættir nefndarmenn:  Ingibjörg Erlingsdóttir, Katrín Birna Viðarsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Þorsteinn Jónsson og Anton Kári Halldórsso, sveitarstjóri. Hallur Björgvinsson boðaði forföll og í hans stað er mættur Sigurmundur Páll Jónsson. 

Anton Kári Halldórsson ritaði fundargerð.

Dagskrá:
1.Umhverfisverðslaun Rangárþings eystra 2018.
2.Sorpmál, flokkun og gámasvæði. 
3.Hvatning á hreinsun og fegrun á lögbýlum, fyrirtækjum og híbýlum manna í sveitarfélaginu.
4.Hreinsun meðfram þjóðvegum. 
5.Önnur mál

1.Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra 2018.
Rætt um tilnefningar til umhverfisverðlauna Rangárþings eystra. Nefndarmenn hvattir til að koma því á framfæri við fólk að skila inn tilnefningum. Nokkrar tilnefningar hafa nú þegar borist. 

2.Sorpmál, flokkun og gámasvæði. 
Rætt um mikilvægi flokkunnar á sorpi. Nefndin lýsir yfir áhuga á því að koma frekar að sorpflokkunarmálum í Rangárvallasýslu. Nefndin óskar eftir því að haldinn verði fundur með Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. og öllum umhverfis- og náttúruverndarnefndum í Rangárvallasýslu með aðalháerslu á flokkun sorps í sýslunni. Einnig telur nefndin mikilvægt að ræða á fundinum gámasvæðin sem staðsett eru víðsvegar í sýslunni. Nefndin brýnir fyrir sveitarfélaginu að sýna gott fordæmi í flokkun sorps og koma upp flokkunartunnum í sínum mannvirkjum og á opnum svæðum.  

3.Hvatning á hreinsun og fegrun á lögbýlum, fyrirtækjum og híbýlum manna í sveitarfélaginu. 
Ræddar leiðir til að hvetja íbúa og fyrirtæki til fegrunnar umhverfis í Rangárþingi eystra. Nefndin samþykkir að gera sig gildandi í hvatningum til íbúa og fyrirtækja sveitarfélagsins um hreinsun og fegrun umhverfis í sveitarfélaginu. 

4.Hreinsun meðfram þjóðvegum. 
Rætt um hreinsun meðfram þjóðvegum í sveitarfélaginu. Nefndin leggur til að sveitarstjóra verði falið að vinna að góðri lausn í samráði við Vegagerðina. 




5.Önnur mál. 
Rætt um fjölfarna ferðamannastaði sem eru á einkalandi. Margir staðir farnir að bíða skaða vegna átroðnings. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að unnið verði í samráði við landeigendur um úrbætur á þessum stöðum með t.d. umsóknum um styrki í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. 

 

Fundi slitið kl. 17:36