- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Á facebook síðu Björgunarsveitarinnar Dagrenningar segir frá vísindaferð 7. bekkjar í Hvolsskóla
Hvolsskóli, árleg vísindaferð 7. bekkjar að Sólheimajökli til að mæla hvað jökullinn hopar. Í dag var farið ásamt náttúrufræðikennara, umsjónarkennara og stuðningsfulltrúum til mælinga. Í ár var hópnum nokkur vandi að höndum þar sem mælingarpunkturinn frá í fyrra var kominn á kaf ofan í lón sem myndast hefur fyrir neðan jökulröndina. Dagrenning var fengin til að aðstoða og var annars vegar farið með bát til að sigla út að jökulsporðinum en hinn hópurinn fór upp á jökul og gekk niður að ísstálinu. Í þeim hóp var einnig gamall smali sem hafði rekið kindur yfir jökulinn á árum áður.
Hópurinn sem silgdi út á jökullónið fann út að jökullinn hafði aðeins hopað 8 metra þetta árið en síðustu þrjú ár á undan hefur hann hopað um ca. 40 metra árlega. Þessi ferð verður söguleg fyrir það að þeir sem fóru á bátinn hafa líklega verið þeir fyrstu til að sigla á þessu glæsilega lóni sem þar er komið.
Myndirnar tók Þorsteinn Jónsson: