- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Þrátt fyrir mikla baráttu forsvarsmanna heimilisins, með hjúkrunarforstjórann Ólöfu Guðbjörgu Eggertsdóttur í fararbroddi, til að fá þessi leyfi aftur, heimsóknir og margítrekaðar bréfaskriftir til heilbrigðisráðherra og fleiri ráðherra, stendur allt fast. Í þessu tilfelli geta ráðamenn þjóðarinnar ekki sagt að peningar séu ekki til, því það eru þeir sannarlega, en þeim er ekki rétt ráðstafað.
Fimm öldruðum sveitungum mínum hefur nú verið úthlutað plássum á hjúkrunarheimilum í öðrum sýslum; á Kumbaravogi, Ási í Hveragerði og Borgarnesi.
Út á þessi er heimili er ekkert að setja, enda bera þessir einstaklingar starfsfólki þessara heimila og umönnun vel söguna, þeir þrá bara að vera »heima«. En ég leyfi mér að setja út á þessar stirðbusalegu og ómannúðlegu úthlutunarreglur. Að þetta fólk skuli vera flutt hreppaflutningum, því annað er þetta ekki, þegar pláss er fyrir hendi í heimabyggð. Aðstandendum er einnig gert mjög erfitt fyrir, þeir geta ekki heimsótt sína nærri eins oft og þeir vilja, það er um langan veg að fara til að heimsækja einstakling á Kumbaravog eða Borgarnes fyrir þá sem búa í Rangárþingi eystra og þegar fólk er í fullri vinnu er þetta næstum útilokað nema á frídögum, samfundum fækkar, samviskubit eykst.
Ég skora á heilbrigðisráðherra og alla aðra, sem ráða í þessum geira, að setja nú mannúðina númer eitt í úthlutunarreglurnar þannig að í reglunum verði fyrsta spurningin: »Hvaða hjúkrunarheimili óskar viðkomandi eftir - er laust pláss þar?«
Fjármagn er auðvelt að flytja milli byggðarlaga.
Við megum ekki gleyma því að þetta aldraða fólk, sem á biðlistunum er um allt landið, er fólkið sem þrælaði myrkranna á milli, oft við mjög erfiðar aðstæður, til að koma okkur hinum til manns og sumum til valda.
Eigum við ekki að vera menn til að þakka því fyrir með því að gera eins vel og mögulegt er við það á efri árunum?
Og þetta með valdið, það þarf að beita því rétt.
Ingibjörg Marmundsdóttir