- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Segja má að í þessum yngstu og elsta nemenda speglist framtíðarstefna Tónlistarskóla Rangæinga þar sem rík áhersla er lögð á hljóðfæranám yngri barna, kennslu fullorðinna og allt þar á milli. Einkennismerki skólans sem rekinn er af öllum sveitarfélögum í Rangárþingi er, að allir sem þess óska fái notið þess að stunda nám í hljóðfæraleik og söng hjá fagmenntuðum kennurum.
Fyrri hluti tónleikanna þann 1. maí er helgaður ryþmískri tónlist, þjóðlögum, dægurlögum og söngleikjatónlist. Einnig má heyra nemendur kveða og spila á langspil.
Unnið hefur verið að því undanfarið ár að byggja upp ryþmíska deild við skólann bæði á Hellu og á Hvolsvelli. Deildin starfar samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla. Aukið hefur verði við tækjakostinn i vetur bæði hljóðfæri og önnur nauðsynlegt tæki til kennslunnar og á tónleikunum 1. maí verður vígt nýtt glæsilegt hljóðkerfi sem skólinn festi kaup á sl. haust.
Stefnt er að því að ryþmíska deildin verði opin fyrir alla þá vilja leggja stund á ryþmískt nám samkvæmt Aðalnámskrá og fyrir nemendur sem leggja stund á klassíkst hljóðfæranám en vilja víkka út þekkingu sína og fá tilsögn hjá fagfólki í ryþmískri tónlist og notkun tækja henni tengdri.
Á þessum tónleikum er það okkur mikill heiður að fá að njóta þess að heyra nemendur skólans leika á nýjan flygil sem nú stendur í Hvolnum og Rangárþing eystra festi kaup á í vetur. Þetta glæsilega framtak sveitarfélagsins er mikils virði fyrir skólann sem og okkur öll sem viljum byggja upp metnaðarfullt tónlistarsamfélag. Einnig er það afar mikilvægt fyrir kenna og nemendur skólans sem fá afnot af Hvolnum til tónleikahalds reglulega.
Síðari hluti tónleikanna er helgaður klassískri tónlist. Þó vissulega séu fleiri en færri píanóverk á dagskránni þá er sá hluti mjög fjölbreyttur og skemmtilegur.
Það er okkur mikil ánægja að bjóða alla velkomna á þessa afmælistónleika nemenda þann 1. maí. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 í Hvolnum. Í hléi verður boðið uppá kaffi, köku og að sjálfsögðu tónlist.
Með bestu kveðjum,
Sigríður Aðalsteinsdóttir skólastjóri