- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
AFS á Íslandi, í samstarfi við regnhlífasamtök AFS í Evrópu, EFIL (European Federation for Intercultural Learning), stóð fyrir alþjóðlegri ráðstefnu með yfirskriftinni „Jöfn tækifæri“ dagana 13.-18. ágúst. Á ráðstefnunni koma saman um 150 þátttakendur og sjálfboðaliðar úr öllum hornum Evrópu.
Hluti af ráðstefnunni fól í sér samfélagsverkefni og m.a. sáu þátttakendur um hreinsun á íþróttavellinum á Hvolsvelli. Menningarhátíð á vegum verkefnisins var svo haldin á Hellishólum. Hópurinn stóð sig afar vel og það var Ólafur Elí Magnússon, kennara í Hvolsskóla, sem hafði yfirumsjón með hreinsuninni.
Sveitarfélagið þakkar hópnum kærlega fyrir vel unnið verk.