- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Úr fundargerð 180. fundar sveitarstjórnar Rangárþings eystra.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra ítrekar ályktun Byggðráðs frá 22. júlí 2013 vegna skerðingar á þjónustustigi á póstþjónustu í Rangárþingi eystra .
Sveitarstjórn Rangárþings eystra mótmælir þeirri skerðingu sem orðið hefur á póstþjónustu við íbúa sveitarfélagsins og þeirri þjónustuskerðingu sem hefur verið boðuð með færslu á póstkössum í dreifbýli.
Undanfarin ár hefur póstþjónustu í sveitarfélaginu hrakað verulega og berst póstur oft seint og illa. Í dreifbýli hafa póstkassar verið færðir fjær hýbýlum fólks án undanfarandi samþykkis þeirra með tilheyrandi óhagræði og óöryggis fyrir íbúa. Þjónusta Íslandspósts skal vera á jafnræðisgrundvelli og eiga allir íbúar rétta á sömu þjónustu.
Sveitarstjóra hefur verið falið að boða forsvarsmenn Íslandspósts til fundar á Hvolsvelli.