Ólafur Örn íþrótta og æskulýðsfulltrúi fór fyrstu ferðina í nýju Aparólunni.
Ólafur Örn íþrótta og æskulýðsfulltrúi fór fyrstu ferðina í nýju Aparólunni.

Nú í morgun var lögð lokahönd á umsetningu á Aparólu við Hvolsskóla.

Á haustmánuðum 2021 var haldið Barna – og ungmennaþing í Hvolsskóla, á því þingi kom ákall frá þátttakendum um að sett yrði upp aparóla hér á Hvolsvelli. Svo varð úr að rólan var keypt, haldin var könnun um staðsetningu rólunnar. Það var svo Ungmennaráð Rangárþings eystra sem lagði til við sveitarstjórn að rólan yrði sett upp í návígi við Hvolsskóla.

Það er frábært þegar hugmyndir og hugsjónir unga fólksins í Rangárþingi eystra fá að sjá dagsins ljós og um að gera að hvetja börn og ungmenni til að vera ófeimin við að koma hugmyndum sínum á framfæri.