- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í gær, fimmtudag, buðu nemendur á yngsta stigi Hvolsskóla á sýningu í tilefni árshátíðar stigsins. Nemendur í öllum bekkjunum, 1. - 4., sýndu atriði og stóðu sig öll með prýði.
Myndirnar eru af facebook síðu Hvolsskóla og eru teknar á generalprufu fyrir sjálfa árshátíðina en þá kom elsti árgangurinn á Leikskólanum Örk og fylgdist með en þetta var fyrsta skólaheimsóknin þeirra.
Elstu börnin á Leikskólanum Örk fylgdust með
Nemendur í 1. bekk sungu fyrir gesti
Nemendur í 2. bekk brugðu sér í gervi Ídu og Emils úr Emil í Kattholti
Nemendur í 3. bekk leituðu einnig í smiðju Astridar Lindgren og léku Ronju og Birki í Matthíasarskógi
4. bekkur tók fyrir ekki minna verkefni en lög úr Mary Poppins