- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Ársreikningur Rangárþings eystra 2015 er nú aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins.
Starfsemi sveitarfélagsins er skipt í A hluta annarsvegar og B hluta hinsvegar. Til A hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum en í B hluta eru fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins og eru rekin sem sjálfstæðar einingar.
Rekstur sveitarfélagsins var með svipuðu móti í ár og síðastliðið ár. Heildarvelta sveitarfélagsins samkvæmt
samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta 2015 nam 1.412 m.kr. og er 109,8 m.kr. yfir áætlun. Skatttekjur
sveitarfélagsins samtals námu 718 m.kr. og voru 15,4 m.kr. undir áætlun. Samtals námu rekstrartekjur A hluta
1.330,7 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir 1.223,7 m.kr.
Rekstrarniðurstaða A hluta er tap að fjárhæð 37,2 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir tapi að fjárhæð 83,7 m.kr.
Rekstrarniðurstaða samantekinna reikningsskila sveitarfélagsins er tap að fjárhæð 28,7 m.kr. og er afkoman 50,2 m.kr. betri en áætlun gerði ráð fyrir.
Íbúafjöldi Rangárþings eystra 1. desember 2014 var 1.747 en var þann 1. desember 2015 1.772. Íbúum fjölgaði um 25.