- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Hemla 2 lóð – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagstillagan tekur til um 1,2 ha af spildunni Hemla 2 lóð ln. 211860. Tillagan tekur til tveggja byggingarreita, annars vegar fyrir stækkun núverandi frístundahúss og hins vegar fyrir byggingu allt að 3 gestahúsa.
Núpur 2 – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagstillagan tekur til um 0,8 ha lóðar úr jörðinni Núpi 2, Vestur-Eyjafjöllum, Rangárþingi eystra. Tillagan tekur til byggingar íbúðarhúss, bílskúrs og gestahúss, ásamt aðkomuvegi að lóðinni.
Sýslumannstúnið á Hvolsvelli – Deiliskipulagstillaga
Um er að ræða 1,6 ha svæði sem skilgreint er í aðalskipulagi sveitarfélagsins ÍB 112. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur parhúsum með samtals 4 íbúðum og innbyggðum bílgeymslum og einu raðhúsi án bílgeymsla með 8 smáíbúðum. Einnig eru skilgreindir byggingarreitir, nýtingarhlutfall og aðkoma að „Sýslumannshúsinu“ Samtals eru því 13 íbúðir á skipulagssvæðinu og þéttleiki 8,1 íb/ha. Skilgreint er leiksvæði nyrst á skipulagssvæðinu.
Stóra-Borg – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar tveggja frístundahúsa í landi Stóru-Borgar ln. 163726. Afmarkaðar verða tvær 2500m² lóðir undir byggingu frístundahúsa. Hámarksstærð húsa verður allt að 100m² og mesta hæð frá gólfkóta 4,2m. Aðkoma að lóðunum verður um nýjan vegslóða frá Stóru-Borg.
Hamragarðar / Seljalandsfoss – Deiliskipulagstillaga ásamt umhverfisskýrslu
Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur á undanförnum árum unnið að gerð deiliskipulags fyrir Hamragarða og Seljalandsfoss, Rangárþingi eystra. Deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu tekur til um 90 ha svæði við Hamragarða og Seljalandsfoss. Tillagan tekur m.a. til breyttrar aðkomu að svæðinu með tilfærslu á Þórsmerkurvegi nr. 249, breytingar eru gerða á legu núverandi göngustíga og skilgreiningum þeirra, staðsetningu bílastæða og byggingar þjónustusmiðstöðvar. Umrædd tillaga hefur áður verið auglýst og voru gerða þó nokkrar athugasemdir við hana. Nú er tillagan lögð fram í breyttri mynd þar sem helst ber að nefna að staðsetningu bílastæða og þjónustumiðstöðvar hefur verið breytt til að koma á móts við athugasemdir við fyrri tillögu. Einnig hefur verið dregið verulega úr heimilu byggingarmagni þjónustumiðstöðvar.
Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi lýsing deiliskipulagstillögu í Rangárþingi eystra.
Fornhagi – Lýsing deiliskipulagstillögu
Lýsing tillögunnar tekur til hluta jarðarinnar Fornhaga, Rangárþingi eystra. Í lýsingunni kemur fram að til stendur að skipta lóð út úr jörðinni og skipuleggja hana undir fjölbreytta ferðaþjónustu og þjónustubyggingu. Miðað er við tjald- og húsbílasvæði, smáhýsi, sölusvæði og almenna útivist.
Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012/2024.
Hamragarðar / Seljalandsfoss – Aðalskipulagsbreyting ásamt umhverfisskýrslu
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Afmarkað verði afþreyingar- og ferðamannasvæði við Hamragarða og Seljalandsfoss og legu Þórsmerkurvegar breytt þar sem hann fer um svæðið. Annars vegar er um að ræða breytingu á landnotkun við Hamragarða og Seljalandsfoss úr landbúnaðarsvæði (L) og afþreyingar- og ferðamannasvæði af óskilgreindri stærð (AF) í 90 ha afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF). Hins vegar tekur breytingin til færslu Þórsmerkurvegar (nr.249) til vesturs að varnargarði Markarfljóts. Um er að ræða nýjan vegarkafla sem tengist Þjóðvegi 1, skammt austan Markarfljótsbrúar og liggur meðfram varnargarði Markarfljóts allt að Gljúfurá í norðri þar sem hann tengist núverandi Þórsmerkurvegi. Núverandi Þórsmerkurvegur frá Þjóðvegi 1 að Gljúfurá verður þar með lagður af sem tengivegur nema allra syðst þar sem stuttur vegarkafli sem tengist Þjóðvegi 1 verður aðkomuleið að skógræktarsvæði (SL-411). Legu göngu- og reiðleiðar um svæðið er breytt og aðlöguð breyttum aðstæðum. Engin breyting verður á skógræktarsvæðinu né heldur staðsetningu áningarstaða Kötlu jarðvangs.
Ofangreindar skipulagstillögur og umhverfisskýrslur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 23. apríl 2018. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 4. júní 2018. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli.
Ábendingum varðandi deiliskipulagslýsingu fyrir Fornhaga má skila á sama stað og á netfangið bygg@hvolsvollur.is fyrir 4. maí 2018.
F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi