Rangárþing eystra auglýsir eftir rekstraraðilum að tjaldsvæðum sveitarfélagsins.
Tjaldsvæðin sem um ræðir eru tjaldsvæðið á Skógum og tjaldsvæðið að Hamragörðum 


Tjaldsvæðin verða leigð út hvort í sínu lagi. Leigutími er áætlaður 5 ár. 

Tilboð óskast. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hæsta tilboði er berst eða hafna öllum ef ekki berst raunhæft tilboð.



Frekari upplýsingar um tjaldsvæðin má nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16 hjá Árnýju Láru Karvelsdóttur markaðs- og kynningarfulltrúa eða á netfangið  arnylara@hvolsvollur.is 
Frestur til að skila inn tilboðum er til mánudagsins 17. nóvember kl. 12.00.



Unnið er að deiliskipulagstillögum bæði við Ytri-Skóga ( Skógafoss ) og við Hamragarða og Seljalandsfoss, hugsanlega breytast staðsetningar tjaldsvæða á tímabilinu.



Sveitarstjóri Rangárþings eystra.