Það voru frábærir tónleikar sem boðið var upp á í Krosskirkju í gærkveldi. Barnakór Hvolsskóla var þá með jólatónleika og fluttu fjöldan allan af fallegum jólalögum. Þar á meðal var nýtt lag sem Ingibjörg Erlings kórstjóri samdi við texta Kristjáns Hreinssonar. Eftir tónleikana var öllum boðið í heitt kakó og piparkökur.

null