Átakið “Bókaverðlaun barnanna” var sett af stað af Borgarbókasafni Reykjavíkur árið 2001, ekki síst til þess að hvetja börn til lesturs. Almenningsbókasöfn landsins veita verðlaunin hvert ár fyrir tvær bækur aðra frumsamda og hina þýdda. 6-12 ára börn velja bækurnar og fer valið fram á bókasöfnum um allt land. 
Ár hvert koma ný veggspjöld á bókasöfnin með myndum af flestum þeirra bóka sem komið hafa út árið áður. Börnunum gefst kostur á að velja þá bók sem þeim fannst best af nýjum barnabókum. Veggspjöldin koma sér líka vel þegar velja á bók til lesturs. 

Á landsvísu var Aukaspyrna á Akureyri eftir Gunnar Helgason vinsælasta bókin. Dagbók Kidda klaufa: svakalegur sumarhiti þótti einnig skemmtilegasta þýdda barnabókin landsvísu.

Í Héraðsbókasafni Rangæinga var það Aukaspyrna á Akureyri sem varð hlutskörpust í íslenskum bókum og bókin Ronaldo í flokki þýddra bóka.


Þriðjudaginn 25. febrúar drógu starfsmenn bókasafnsins út heppna þátttakendur vegna vals 2013.
Það voru 74 börn sem tóku þátt í þetta sinn og þau sem voru dregin úr hattinum í þetta sinn voru Eva María Þrastardóttir, Þórhildur Þorsteinsdóttir og Aron Sigurjónsson (Sindri bóðir hans tók við verðlaununum). Þau fengu að gjöf Vísindabók Villa. Til hamingju!

Tekið af Facebook síðu Héraðsbókasafns Rangæinga