- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Undanfarnar vikur hafa börnin á Tónalandi sameinast í
skemmtilegu verkefni sem miðar að því að hjálpa öðrum. Jól í skókassa er
verkefni á vegurm KFUM og KFUK. Þetta er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að
fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt,
sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í
skókassa og hafa nemendur í samvinnu við foreldra sína verið dugleg að koma með
eitt og annað að heimam sem þeir telja sig mega missa. Skókassarnir verða síðan
sendir til Úkraínu þar sem þeim verður m.a. dreift á munaðarleysingjaheimili og
barnaspítala. Fyrir utan ánæginu af því að gleðja aðra er heilmikill lærdómur á
bak við verkefni sem þetta, það situr svolítið eftir í kollum barnanna að það
eru ekki allir sem hafa jafn gott og við hérna á Íslandi, við höfum einnig
tekið landfræðilega þáttinn aðeins fyrir.
Við viljum koma á framfæri þökkum til foreldrafélagsins
sem styrkja okkur um þá upphæð sem kostar að senda kassana frá okkur og til
allra þeirra foreldra sem tóku þátt í þessu með okkur.
Kær kveðja
Erla Berglind
Deildarstjóri Tónalands
Leikskólinn Örk