Sumarafleysing í félagslegri heimaþjónustu 


Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu óskar eftir að ráða einstakling í 30% starfshlutafall í júlí, ágúst og september 2018. Vinnutími er samkvæmt samkomulagi. 

Lýsing á starfinu: Félagsleg heimaþjónusta veitir aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf og/eða félagslegan stuðning. Markmið hennar er að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi. Heimaþjónusta er veitt þeim sem geta ekki séð um heimilishald vegna skertrar getu.
Hæfniskröfur: Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur og hafa góða samskiptahæfileika. 
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðeigandi stéttarfélags og Launanefndar sveitarfélaga. Starfið hæfir jafnt körlum sem konum.

Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður K. Steinadóttir deildarstjóri félagslegrar heimaþjónustu í síma 487-8125 eða á adalheidur@felagsmal.is eða Helga Lind Pálsdóttir starfandi félagsmálastjóri á helgalind@felagsmal.is.