Töluvert minni aðsókn var í sundlaug Hvolsvallar yfir árið 2010 en var árið 2009 samkvæmt aðsóknartölum frá íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli. En samtals fækkaði gestum um 23% milli ára.
Í Rangárþingi eystra verður þorranum blótað að vanda í hverjum hinna gömlu hreppa. Hér má finna dagsetningar blótanna.
Eins og fram kom í síðasta fréttabréfi var áætlað að færa svifryksmælinn á Hvolsvelli austur undir Eyjafjöll. Það hefur nú verið gert.
Síðan í september hefur svifryksmælir Umhverfisstofnunar verið staðsettur á Hvolsvelli. Ástæða þess að mælirinn var þar er m.a. að Hvolsvöllur er það svæði á helsta áhrifasvæði eldgossins þar sem flestir íbúar eru og þar eru bæði leikskóli og grunnskóli.
Ert þú með góða hugmynd? Viltu aðstoð við að hrinda henni í framkvæmd?