Ljósakvöld í Múlakoti
Nú á laugardagskvöld, 7. september, verður haldið Ljósakvöld í Guðbjargargarði við gamla bæinn í Múlakoti í Fljótshlíð.
Vinafélag gamla bæjarins stendur fyrir viðburðinum og býður Björn Bjarnason formaður gesti velkomna. Pétur Hrafn Ármansson arkitekt og starfsmaður Minjastofnunar Íslands segir frá verndun Múlakots og Ísólfur Gylfi Pálmason, fyrrverandi alþingismaður og sveitarstjóri, stjórnar fjöldasöng með gítarleik. Kaffiveitingar verða í boði í garðinum.
05.09.2024
Fréttir